Erlent

Þrýstingur á Blair eykst vegna veru breska hersins í Írak

Tony Blair að tala við varaforsætisráðherra Íraks í gær þar sem þeir reyndu að koma sér saman um tímatöflu fyrir brottflutning breska hersins.
Tony Blair að tala við varaforsætisráðherra Íraks í gær þar sem þeir reyndu að koma sér saman um tímatöflu fyrir brottflutning breska hersins. MYND/AP

Breska dagblaðið Guardian skýrir frá því á vefsíðu sinni í dag að breskur almenningur vilji kalla herlið sitt frá Írak. Vísar blaðið the Guardian þar í skoðanakönnun er þeir létu framkvæma og í henni kom fram að rúmlega 60% viðmælanda vildi kalla herlið Breta frá Írak fyrir lok ársins, þó svo þeir hafi ekki lokið verkefnum sínum og jafnvel þó að Bandaríkjamenn vilji hafa breska herinn áfram. Aðeins 30% svarenda studdi þá skoðun Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, að halda hernum í Írak uns hann hefði lokið verkefnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×