Rannsókn efnahagsbrota tekur of langan tíma 24. október 2006 18:36 Íslensk stjórnvöld eiga ekki að sætta sig við að meðferð efnahagsbrotamála taki almennt lengri tíma hér en talið er eðlilegt í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra.Embætti ríkislögreglustjóra er nú 11 ára gamalt og í stjórnsýsluúttektinni er tekið fram að embættið hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Hins vegar megi margt betur fara og mælt er með því að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og skerpt á hlutverki ríkislögreglustjóra innan hennar.Í úttektinni kemur fram að starfsmannafjöldi embættisins hefur þrefaldast frá stofnun, kostnaður hefur fjórfaldast á síðustu 7 árum en að hluta til hefur það leitt til kostnaðarlækkunar hjá öðrum embættum lögreglunnar. Fjórðungur af framlögum til ríkislögreglustjóra á síðasta ári fór í að reka og endurnýja lögreglubíla í landinu. Þrátt fyrir það er meðaldurinn á bílaflota lögreglunnar hærri en viðmið gera ráð fyrir.Sterkt er kveðið að orði í málum efnahagsbrotadeildar og talið óásættanlegt fyrir stjórnvöld að á síðustu 5 árum er hlutfall lokinna mála þar mun lægra og málsmeðferðartími lengri en hjá sambærilegum stofnunum í Noregi og Svíþjóð. Á síðustu árum hefur deildin hækkað hjá sér þröskuldinn, þannig að einfaldari mál eru rannsökuð hjá lögreglunni en efnahagsbrotadeildin einbeitt sér að færri og flóknari málum. En á sama tíma hefur fjöldi þeirra mála sem tekst að ljúka nánast staðið í stað. Á síðasta ári tókst að ljúka fjörutíu prósent af öllum málum.Sérstaklega er rannsóknartíminn gagnrýndur, það er, frá því að kæra berst þar til ákæra er gefin út. Tekið er fram að dæmi eru um að dómstólar hér á landi hafi mildað refsingar í efnahagsbrotamálum vegna þess að óhóflegur dráttur hafi orðið á málinu. Að meðaltali leið rúmlega ár þar til ákæra var gefin út - en lengstan tíma tók rannsókn í efnahagsbrotamáli 1403 daga. Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eiga ekki að sætta sig við að meðferð efnahagsbrotamála taki almennt lengri tíma hér en talið er eðlilegt í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra.Embætti ríkislögreglustjóra er nú 11 ára gamalt og í stjórnsýsluúttektinni er tekið fram að embættið hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Hins vegar megi margt betur fara og mælt er með því að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og skerpt á hlutverki ríkislögreglustjóra innan hennar.Í úttektinni kemur fram að starfsmannafjöldi embættisins hefur þrefaldast frá stofnun, kostnaður hefur fjórfaldast á síðustu 7 árum en að hluta til hefur það leitt til kostnaðarlækkunar hjá öðrum embættum lögreglunnar. Fjórðungur af framlögum til ríkislögreglustjóra á síðasta ári fór í að reka og endurnýja lögreglubíla í landinu. Þrátt fyrir það er meðaldurinn á bílaflota lögreglunnar hærri en viðmið gera ráð fyrir.Sterkt er kveðið að orði í málum efnahagsbrotadeildar og talið óásættanlegt fyrir stjórnvöld að á síðustu 5 árum er hlutfall lokinna mála þar mun lægra og málsmeðferðartími lengri en hjá sambærilegum stofnunum í Noregi og Svíþjóð. Á síðustu árum hefur deildin hækkað hjá sér þröskuldinn, þannig að einfaldari mál eru rannsökuð hjá lögreglunni en efnahagsbrotadeildin einbeitt sér að færri og flóknari málum. En á sama tíma hefur fjöldi þeirra mála sem tekst að ljúka nánast staðið í stað. Á síðasta ári tókst að ljúka fjörutíu prósent af öllum málum.Sérstaklega er rannsóknartíminn gagnrýndur, það er, frá því að kæra berst þar til ákæra er gefin út. Tekið er fram að dæmi eru um að dómstólar hér á landi hafi mildað refsingar í efnahagsbrotamálum vegna þess að óhóflegur dráttur hafi orðið á málinu. Að meðaltali leið rúmlega ár þar til ákæra var gefin út - en lengstan tíma tók rannsókn í efnahagsbrotamáli 1403 daga.
Fréttir Innlent Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira