Erlent

Fjármálaráðgjafi Cherie Blair á flótta undan lögreglunni

Cherie Blair ræðir við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Guðrúnu Ágústsdóttur, í heimsókn til Íslands árið 2004
Cherie Blair ræðir við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Guðrúnu Ágústsdóttur, í heimsókn til Íslands árið 2004

Ástralskur svikahrappur, sem meðal annars keypti tvær íbúðir fyrir Cherie Blair, slasaðist þegar hann stökk fram af brú, á flótta undan lögreglunni á Fiji eyjum.

Peter Foster hefur setið í fangelsum í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu, fyrir allskonar svik og pretti. Árið 2003 átti hann í ástarsambandi við Carole Caplin, heilsuráðunaut Cherie Blair, eiginkonu breska forsætisráðherrans.

Í gegnum það samband varð hann fjármálaráðgjafi ráðherrafrúarinnar og keypti tvær íbúðir fyrir hennar hönd. Þótt ekkert fyndist athugavert við þau viðskipti, urðu tengsl Fosters við Downing stræti svo mikið vandræðamál að Tony Blair baðst opinberlega afsökunar.

Að þessu sinni var Peter Foster sakaður um sviksamlegt athægi á Fiji eyjum, og var á harðahlaupum undan lögreglunni. Í örvæntingu stökk hann fram af brú, og lenti með höfuðið á báti sem var á siglingu þar fyrir neðan. Hann var fluttur á sjúkrahús, með alvarlega höfuðáverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×