Erlent

Friðargæsluliðar bjarga nánasta bandamanni Kabila

Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna sitja vaktina í höfuðborg Kongó, Kinshasa.
Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna sitja vaktina í höfuðborg Kongó, Kinshasa. MYND/AP

Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Lýðræðislega lýðveldinu Kongó (Kongó) komu stuðningsmanni Joseph Kabila, honum Joseph Mobutu Nzanga, til hjálpar í morgun eftir að hann hafði verið umkringdur hermönnum undanfarin sólarhring eftir að ófriður braust út í bæ í norður-Kongó. Fjórir létu lífið í bardögunum sem hafa aukið á spennuna í Kongó fyrir lokaumferð forsetakosninganna þar í landi, en þær fara fram næstkomandi sunnudag.

Í Kongó er staðsett fjölmennasta friðargæslulið í heims, alls um 17.000 menn, og hefur ESB sent um 1.000 manna lið að auki til þess að tryggja stöðugleika landsins á meðan kosningum stendur. Miklar vonir eru bundnar við að kosningarnar í landinu komi á ró í mið-Afríku en það landsvæði hefur upplifað mikil róstur undanfarin 12 ár, eða allt frá upphafi þjóðarmorða í Rúanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×