Innlent

NATO staðfestir að 12 óbreyttir borgarar hafi fallið

Menn ganga fram hjá sauðfé sem drapst í loftárásum NATO á þriðjudag.
Menn ganga fram hjá sauðfé sem drapst í loftárásum NATO á þriðjudag. MYND/AP

Atlantshafsbandalagið hefur viðurkennt að að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar hafi fallið í loftárásum bandalagsins í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan á þriðjudag.

Afganska innanríkisráðuneyti heldur því fram að um 40 óbreyttir borgarar hafi fallið í árásunum, sem gerðar voru á lokadegi föstumánaðarins Ramadan, en íbúar á svæðinu hafa nefnt tvöfalt hærri tölu. NATO segist hafa fellt nærri fimmtíu talibana í þremur árásum í Kandahar en því neita talibanar. Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur fyrirskipað rannsókn á málinu en hann sætir vaxandi þrýstingi heima fyrir þar sem 21 óbreyttur borgari lést í tveimur árásum NATO í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×