Vilja leyfa 30 grömm af maríjúana til einkaneyslu 27. október 2006 23:00 MYND/Reuters Íbúar í Nevada-ríki í Bandaríkjunum greiða atkvæði um það í næsta mánuði hvort leyfa eigi fólki sem hefur náð 21. árs aldri að eiga allt að tæpum 30 grömmum af maríjúana og geyma það á eigin heimili. Sem stendur er Alaska eina ríkið í Bandaríkjunum sem refsar ekki þeim sem hafa maríjúana til eigin neyslu undir höndum. Það er 7. nóvember nk. sem íbúar í Nevada ganga að kjörborðinu og greita atkvæði um tillöguna sem felur í sér að leitt verði í lög að það varði ekki refsingu að eiga maríjúana til eigin neyslu upp á tæpum 30 grömmum. Hægt verður að kaupa það í sérstökum verslunum sem reknar verða af ríkinu. Salan verður skattlögð og skatttekjurnar lagðar til reksturs meðferðarheimila. Fram kemur á fréttavef CNN að stuðningsmenn tillögunnar telja að lögregla og dómstólar eyði of miklum tíma og peningum í að eltast við fólk sem hefur orðið sér úti um lítilræði af fíkniefnum og fyrir vikið sleppi glæpamenn sem hafi framið alvarlegri afbrot undan löngum armi laganna. Með því að leyfa maríjúana með skilyrðum og eftirliti verði þeir sem selji það nú atvinnulausir, eins og það er orðað, og þar með geti lögregla snúið sér að rannsókn alvarlegra ofbeldisglæpa og sölu og neyslu harðari efna. Alaska er eina ríkið þar sem það er refsilaust að eiga maríjúana til einkaneyslu. Nokkur ríki til viðbótar hafa sett væga refsingu við maríjúana eign teljist um lítilræði að tefla. 11 ríki leyfa notkun efnisins samkvæmt læknisráði, meðal annars vegna Alzheimers. Fyrir fjórum árum voru flestir kjósendur í Nevada andvígir tillögu um að leyfa fólki að eiga allt að 90 grömm af maríjúana til einkaneyslu. 86 þúsund kjósendur skráðu sig á lista til að fá það fram að nýja tillagan yrði lögð fyrir kjósendur. Skoðanakönnun frá því í haust sýni að 51% kjósenda voru þá andvígir tillögunni, 42% studdu hana og 7% kjósenda voru óvissir um hvernig þeir ætluðu að greiða atkvæði. Svipuð tillaga og er til umræðu í Nevalda nú verður innan tíðar lögð fyrir kjósendur í Colorado. Erlent Fréttir Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira
Íbúar í Nevada-ríki í Bandaríkjunum greiða atkvæði um það í næsta mánuði hvort leyfa eigi fólki sem hefur náð 21. árs aldri að eiga allt að tæpum 30 grömmum af maríjúana og geyma það á eigin heimili. Sem stendur er Alaska eina ríkið í Bandaríkjunum sem refsar ekki þeim sem hafa maríjúana til eigin neyslu undir höndum. Það er 7. nóvember nk. sem íbúar í Nevada ganga að kjörborðinu og greita atkvæði um tillöguna sem felur í sér að leitt verði í lög að það varði ekki refsingu að eiga maríjúana til eigin neyslu upp á tæpum 30 grömmum. Hægt verður að kaupa það í sérstökum verslunum sem reknar verða af ríkinu. Salan verður skattlögð og skatttekjurnar lagðar til reksturs meðferðarheimila. Fram kemur á fréttavef CNN að stuðningsmenn tillögunnar telja að lögregla og dómstólar eyði of miklum tíma og peningum í að eltast við fólk sem hefur orðið sér úti um lítilræði af fíkniefnum og fyrir vikið sleppi glæpamenn sem hafi framið alvarlegri afbrot undan löngum armi laganna. Með því að leyfa maríjúana með skilyrðum og eftirliti verði þeir sem selji það nú atvinnulausir, eins og það er orðað, og þar með geti lögregla snúið sér að rannsókn alvarlegra ofbeldisglæpa og sölu og neyslu harðari efna. Alaska er eina ríkið þar sem það er refsilaust að eiga maríjúana til einkaneyslu. Nokkur ríki til viðbótar hafa sett væga refsingu við maríjúana eign teljist um lítilræði að tefla. 11 ríki leyfa notkun efnisins samkvæmt læknisráði, meðal annars vegna Alzheimers. Fyrir fjórum árum voru flestir kjósendur í Nevada andvígir tillögu um að leyfa fólki að eiga allt að 90 grömm af maríjúana til einkaneyslu. 86 þúsund kjósendur skráðu sig á lista til að fá það fram að nýja tillagan yrði lögð fyrir kjósendur. Skoðanakönnun frá því í haust sýni að 51% kjósenda voru þá andvígir tillögunni, 42% studdu hana og 7% kjósenda voru óvissir um hvernig þeir ætluðu að greiða atkvæði. Svipuð tillaga og er til umræðu í Nevalda nú verður innan tíðar lögð fyrir kjósendur í Colorado.
Erlent Fréttir Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sjá meira