Aftur tap fyrir Ungverjum

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tapaði annan daginn í röð fyrir Ungverjum í æfingaleik ytra, nú 32-28 eftir að hafa verið undir 17-12 í hálfleik. Logi Geirsson var aftur markahæstur í íslenska liðinu með 8 mörg og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu 4 mörk hvor.