Skattasniðganga og hugsanlegt peningaþvætti 29. október 2006 09:27 Skipulagið að baki uppkaupum Íslendinga í Danmörku, Svíþjóð og á Englandi leiðir hugan að svokallaðri skattasniðgöngu og hugsanlegu peningaþvætti, að sögn sérfræðinga sem danska Ekstra-blaðið hefur rætt við. Umfjöllun blaðsins um útrás íslenskra kaupsýslumanna hófst í útgáfu þess í morgun og verður haldið áfram næstu daga. Blaðið segir að Kaupþing banki hafi komið sér upp flóknu, leynilegu og alþjóðlegu kerfi skattaskjóla sem að hluta til sé notað til að færa miklar fjárhæðir fram og til baka í fjármálakerfinu án þess að athygli vekji. Einnig sé það notað til að gera bankanum og viðskiptavinum hans mögulegt að sleppa við að greiða skatta. Blaðið vitnar til skattasérfræðingsins Christen Amby, sem segir að Íslendingarnir taki fé út úr fyrirtækjum sínum í Danmörku og flytji það í gegnum Lúxemborg áfram til annarra landa án þess að borga skatta af því í Danmörku. Amby segir stóra fjárfestingarstjóði nýta sér svipað fyrirkomulag. Reglan sem gildi sé sú að ef arður af rekstri fyrirtækja sé fluttur frá Danmörku til skattaskjóla beri að halda skatti af arðinum eftir. Hann hverfi hins vegar ef peningarnir séu færðir til Lúxemborgar. Blaðið ræddi einnig við Lars Bo Langsted, prófessor í fyrirtækjarétti, en hann er sérfræðingur í efnahagsbrotum. Hann segir ýmsar skýringar geta verið á flóknu fyrirtækjaneti Íslendinga. Þeir geti verið að reyna að ná fram eins miklu skattahagræði og þeir geti án þess að gripið sé til ólöglegra aðferða. Svo geti verið að þeir vilji fela hvaðan féð komi og nota til þess fyrirtækjakeðjur til að hvítþvo peninga. Langsted segir að hver svo sem skýringin kunni að vera sé erfitt að skýra svona flókna fyrirtækjauppbyggingu einvörðungu með efnahags- eða skipulagsrökum. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB-banka segir umfjöllun danska Ekstra-blaðsins í dag, um málefni tengd bankanum, ekki rétta. Vinnuaðferðir bankans séu ekki öðruvísi en hjá öðrum alþjóðlegum. bönkum. Hann telur ekki ástæðu til aðgerða af hálfu bankans vegna greinarinnar. Ekstra-blaðið boðar frekari umfjöllun um íslenska kaupsýslumenn fram eftir vikunni. Erlent Fréttir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Skipulagið að baki uppkaupum Íslendinga í Danmörku, Svíþjóð og á Englandi leiðir hugan að svokallaðri skattasniðgöngu og hugsanlegu peningaþvætti, að sögn sérfræðinga sem danska Ekstra-blaðið hefur rætt við. Umfjöllun blaðsins um útrás íslenskra kaupsýslumanna hófst í útgáfu þess í morgun og verður haldið áfram næstu daga. Blaðið segir að Kaupþing banki hafi komið sér upp flóknu, leynilegu og alþjóðlegu kerfi skattaskjóla sem að hluta til sé notað til að færa miklar fjárhæðir fram og til baka í fjármálakerfinu án þess að athygli vekji. Einnig sé það notað til að gera bankanum og viðskiptavinum hans mögulegt að sleppa við að greiða skatta. Blaðið vitnar til skattasérfræðingsins Christen Amby, sem segir að Íslendingarnir taki fé út úr fyrirtækjum sínum í Danmörku og flytji það í gegnum Lúxemborg áfram til annarra landa án þess að borga skatta af því í Danmörku. Amby segir stóra fjárfestingarstjóði nýta sér svipað fyrirkomulag. Reglan sem gildi sé sú að ef arður af rekstri fyrirtækja sé fluttur frá Danmörku til skattaskjóla beri að halda skatti af arðinum eftir. Hann hverfi hins vegar ef peningarnir séu færðir til Lúxemborgar. Blaðið ræddi einnig við Lars Bo Langsted, prófessor í fyrirtækjarétti, en hann er sérfræðingur í efnahagsbrotum. Hann segir ýmsar skýringar geta verið á flóknu fyrirtækjaneti Íslendinga. Þeir geti verið að reyna að ná fram eins miklu skattahagræði og þeir geti án þess að gripið sé til ólöglegra aðferða. Svo geti verið að þeir vilji fela hvaðan féð komi og nota til þess fyrirtækjakeðjur til að hvítþvo peninga. Langsted segir að hver svo sem skýringin kunni að vera sé erfitt að skýra svona flókna fyrirtækjauppbyggingu einvörðungu með efnahags- eða skipulagsrökum. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB-banka segir umfjöllun danska Ekstra-blaðsins í dag, um málefni tengd bankanum, ekki rétta. Vinnuaðferðir bankans séu ekki öðruvísi en hjá öðrum alþjóðlegum. bönkum. Hann telur ekki ástæðu til aðgerða af hálfu bankans vegna greinarinnar. Ekstra-blaðið boðar frekari umfjöllun um íslenska kaupsýslumenn fram eftir vikunni.
Erlent Fréttir Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“