Erlent

Mecom þarf að reka eittþúsund starfsmenn

Breska fjölmiðlasamsteypan Mecom, sem keppti við Dagsbrún um kaup á norska fjölmiðlarisanum Orkla Media, þarf að reka minnst eittþúsund starfsmenn til þess að dæmið gangi upp, að sögn norska blaðsins Aftenposten.

Með kaupunum á Orkla eignaðist Mecom einnig Berlinske Officin, í Danmörku. Aðaleigandi Mecom, David Montgomery, sagði fyrir skömmu í samtali við breska blaðið Independent, að alls ekki stæði til að reka hvorki blaðamenn né prentara.

Nokkrum dögum síðar var sextíu og fimm starfsmönnum sagt upp við dagblað sem Mecom á í Póllandi. Og nú segir Aftenposten að trúnaðarmenn Mecom hafi komist að þeirri niðurstöðu að til þess að dæmið gangi upp verði að reka minnst eittþúsund manns til viðbótar.

Það muni koma niður á starfsmönnum í Noregi, Danmörku, Póllandi og Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×