Erlent

Kafa í skipsflak Svartskeggs sjóræningja

Bandarískir fornleifafræðingar eru nú að kafa undan ströndum Norður-Karólínu, til þess að skoða skipsflak sem þeir telja vera flaggskip Svartskeggs sjóræningja.

Skip hans "Hefnd Önnu drottningar" strandaði á þessum slóðum fyrir tæpum þrjúhundruð árum.

Edward Teach var kallaður Svartskeggur vegna síns mikla höfuðhárs. Ekki aðeins hafði hann sítt skegg heldur líka hár, og hafði það fyrir sig að hnýta hægt brennandi kveikþræði í hár sitt þegar hann bjóst til bardaga.

Hann þótti því ægilegur ásýndum, en fornleifafræðingarnir segja að ekkert bendi til þess að hann hafi verið neinn grimmdarseggur. Engin dæmi eru þekkt um það að hann hefði myrt menn með köldu blóði, eða pyntað þá.

Leiðangursmenn hafa þegar fundið fallbyssur, fallbyssukúlur, gullsand og ýmis ílát, í flaki skipsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×