Alheimskreppa ef ekkert að gert 30. október 2006 19:00 Breskur hagfræðingur spáir alvarlegri alheimskreppu ef ekkert verði að gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Aðgerðaleysi geti kostað tæplega fimm hundruð billjónir króna. Íslenskur sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir skýrslu um málið, sem unnin var fyrir bresk stjórnvöld, ítarlega og að taka beri hana alvarlega. Skýrsla hagfræðingsins, Sir Nicholas Sterns, er mikil bók sem telur um sjö hundruð síður og hefur Stern hlotið lof þekktra starfsbræðra fyrir verk sitt. Stern spáir alvarlegri kreppu verði ekkert að gert. 200 milljónir manna geti þurft að yfirgefa heimili sín sem ýmist fari undir vatn eða standi eftir í uppþurrkaðri eyðimörk. Kostnaðurinn, ef ekkert verði að gert, jafngildir 5 til 20% af vergri þjóðarfraleiðslu fyrir allan heiminn á hverju ári. Að sama skapi komið það til með að kosta eitt prósent af vergri þjóðarframleiðslu að grípa til aðgerða nú. Stern segir áhrif loftslagsbreytinga þegar hafa komið fram. Það taki þó einhvern tíma að sjá alvarleg áhrif þeirra. Það þurfi að grípa þegar til aðgerða. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir skýrslu Sterns þá mikilvægustu sem hann hafi fengið í hendurnar á valdatíma sínum. Hann hvatti til aðgerða. Ef ekkert yrði að gert á næstu 10 til 15 árum bendi skýrslan til þess að tækifærið til að hafa áhrif renni mannkyninu úr greipum. Stern segir fyrir árið 2050 þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur sextíu til áttatíu prósentum frá því sem hún er nú árlega. Nota þurfi vistvæna orkugjafa og skattleggja þá sem mengi. Jón Þór Sturluson, dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir niðurstöður Stern hvað varði kostnað vegna aðgerða ríma við það sem áður hafi komið fram. Hann segir þó kostnað aðgerðarleysis meiri en áður hafi komið fram og það veki spurningar um áreiðanleika skýrslunnar. Honum sýnist hún þó ítarleg og hlutlæg og mark á henni takandi. Svo háar tölur skýrist af skýrum viðmiðum og að litið sér til lengri tíma en áður, eða 2 alda. Gordon Brown, fjármálaráðhera Breta, greindi frá því í dag að Al Gore, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, yrði sérlegur ráðgjafi breskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Gore hefur vakið athygli fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum og hefur gert heimildarmynd um stöðu mála. Erlent Fréttir Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Breskur hagfræðingur spáir alvarlegri alheimskreppu ef ekkert verði að gert til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Aðgerðaleysi geti kostað tæplega fimm hundruð billjónir króna. Íslenskur sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir skýrslu um málið, sem unnin var fyrir bresk stjórnvöld, ítarlega og að taka beri hana alvarlega. Skýrsla hagfræðingsins, Sir Nicholas Sterns, er mikil bók sem telur um sjö hundruð síður og hefur Stern hlotið lof þekktra starfsbræðra fyrir verk sitt. Stern spáir alvarlegri kreppu verði ekkert að gert. 200 milljónir manna geti þurft að yfirgefa heimili sín sem ýmist fari undir vatn eða standi eftir í uppþurrkaðri eyðimörk. Kostnaðurinn, ef ekkert verði að gert, jafngildir 5 til 20% af vergri þjóðarfraleiðslu fyrir allan heiminn á hverju ári. Að sama skapi komið það til með að kosta eitt prósent af vergri þjóðarframleiðslu að grípa til aðgerða nú. Stern segir áhrif loftslagsbreytinga þegar hafa komið fram. Það taki þó einhvern tíma að sjá alvarleg áhrif þeirra. Það þurfi að grípa þegar til aðgerða. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segir skýrslu Sterns þá mikilvægustu sem hann hafi fengið í hendurnar á valdatíma sínum. Hann hvatti til aðgerða. Ef ekkert yrði að gert á næstu 10 til 15 árum bendi skýrslan til þess að tækifærið til að hafa áhrif renni mannkyninu úr greipum. Stern segir fyrir árið 2050 þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um sem nemur sextíu til áttatíu prósentum frá því sem hún er nú árlega. Nota þurfi vistvæna orkugjafa og skattleggja þá sem mengi. Jón Þór Sturluson, dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í orku- og auðlindahagfræði segir niðurstöður Stern hvað varði kostnað vegna aðgerða ríma við það sem áður hafi komið fram. Hann segir þó kostnað aðgerðarleysis meiri en áður hafi komið fram og það veki spurningar um áreiðanleika skýrslunnar. Honum sýnist hún þó ítarleg og hlutlæg og mark á henni takandi. Svo háar tölur skýrist af skýrum viðmiðum og að litið sér til lengri tíma en áður, eða 2 alda. Gordon Brown, fjármálaráðhera Breta, greindi frá því í dag að Al Gore, fyrrverandi forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, yrði sérlegur ráðgjafi breskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Gore hefur vakið athygli fyrir baráttu sína gegn loftslagsbreytingum og hefur gert heimildarmynd um stöðu mála.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira