Breskum ferðamönnum á leið til Íslands á vegum ferðaskrifstofunnar Discover the World hefur fækkað um allt að 25% síðan hvalveiðar hófust. Þetta kemur fram á vefsíðu enska dagblaðsins Times í morgun.
Talsmaður skrifstofunnar segir að ekki sé mikið um afpantanir, heldur hafi dregið stórlega úr nýjum pöntunum, miðað við áætlanir. Umhverfisverndarsinnar hafa líka sett upp vefsíðu á Ebay þar sem þeir reyna að safna fyrir andvirði hvals og kaupa hann, áður en hann verður veiddur.