Þrettán skipverjum var bjargað við illan leik,og eins er saknað, eftir að flutningaskip sökk í fárviðri á Eystrasalti í nótt. Fyrst valt skipið og komust sjómennirnir á kjöl, en ekki var viðlit að beita þyrlum við björgun þeirra vegna óveðurs.
Síðan sökk skipið en í nótt komu björgunarskip á vettvang og björguðu áhöfninni nema einum. Mannirnir voru mjög hraktir og margir slasaðir eftir brak í sjónum, og lést einn þeirra á sjúkrahúsi í nótt.