Tíu manns særðust í skotárás í hrekkjavökugöngu í San Francisco seint á þriðjudagskvöldið var. Átök brutust þá út á milli tveggja hópa á sama tíma og lögregla var að dreifa úr hópnum, en mikill fjöldi manns hafði safnast saman í því skyni að skemmta sér sem mest.
Kastró hverfið í San Francisco, þar sem gangan var haldin, er þekkt fyrir stórt samkynhneigt samfélag og talið er að hópar fólks sem er á móti samkynhneigðum hafi átt þátt í árásunum. Talið er að um 20 þúsund manns hafi verið að skemmta sér í hverfinu er atvikið átti sér stað.