Baggalútur með rautt nef 2. nóvember 2006 10:50 Liðsmenn Baggalúts með rauð nef. Í kvöld verður frumflutt nýtt lag Baggalúts, Brostu, sem þeir félagar sömdu í tilefni af Degi rauða nefsins sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir þann 1. desember. „Við leituðum til þeirra Baggalútsmanna sem tóku strax vel í hugmyndina. Við erum mjög ánægð með lagið, það er létt og skemmtilegt og hrífur hlustandann um leið," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar ljáðu laginu röddu sína og fara þeir hver fyrir sig með eina setningu í laginu, sem tengist þeim á einhvern hátt. Þannig segir t.d. Karl Sigurbjörnsson biskup, „það er gott að gefa", Bubbi „fram í fulla hnefa", Steingrímur J. Sigfússon. „í ræðustóli", Siv Friðleifsdóttir, „á mótorhjóli", Unnur Birna, „í gegnum tárin" og Hannes Smárason, „í bissnissfári". Dagur rauða nefsins Hugmyndin að Degi rauða nefsins kemur frá bresku góðgerðasamtökunum Comic Relief, sem samanstendur af landsliði breskra grínleikara og varð til vegna hungursneyðarinnar í Eþíópíu árið 1985. Síðan þá hefur Dagur rauða nefsins (Red Nose Day) verið haldinn þar annað hvert ár á vegum samtakanna til að safna fé til hjálparstarfs í Afríku og bágstaddra í Bretlandi. Ýmsar leiðir eru farnar í söfnunarátakinu en í grunninn er það sala á rauðum trúðanefjum. Hápunktur söfnunarinnar er síðan sjónvarpsútsending þar sem kímni og hlátri er beitt til að koma alvarlegum boðskap til skila. Frá 1985 hafa yfir 2050 skemmtikraftar gefið vinnu sína til styrktar hinum ýmsu verkefnum en þar má telja John Cleese, Jerry Springer, Johnny Depp, Ali G, Little Britain, Robbie Williams, Woody Allen, Lenny Henry ofl. Red Nose Day hefur fest sig í sessi sem einn af stærstu góðgerðarviðburðum Bretlands. Hinn íslenski Dagur rauða nefsins verður ekki síðri. Fyrir utan sölu á rauðum nefjum og á laginu Brostu eftir Baggalút, mun fríður flokkur leikara halda uppi miklu glensi og gríni í þriggja tíma beinni útsendingu á Stöð 2 þann 1.desember. „Við höfum nú þegar fengið til liðs við okkur fjöldann allan af leikurum, skemmtikröftum og fleira fólki sem er tilbúið að gefa vinnu sína. Dagurinn gengur út á að gleðjast og gleðja aðra og þá sérstaklega munum við geta glatt börn sem búa í sárri neyð. Fólk fær tækifæri til þess að kynnast aðstæðum barna í Afríku og rétta fram hjálparhönd með því að gerast heimsforeldrar UNICEF," segir Stefán að lokum. Lífið Menning Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Í kvöld verður frumflutt nýtt lag Baggalúts, Brostu, sem þeir félagar sömdu í tilefni af Degi rauða nefsins sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir þann 1. desember. „Við leituðum til þeirra Baggalútsmanna sem tóku strax vel í hugmyndina. Við erum mjög ánægð með lagið, það er létt og skemmtilegt og hrífur hlustandann um leið," segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar ljáðu laginu röddu sína og fara þeir hver fyrir sig með eina setningu í laginu, sem tengist þeim á einhvern hátt. Þannig segir t.d. Karl Sigurbjörnsson biskup, „það er gott að gefa", Bubbi „fram í fulla hnefa", Steingrímur J. Sigfússon. „í ræðustóli", Siv Friðleifsdóttir, „á mótorhjóli", Unnur Birna, „í gegnum tárin" og Hannes Smárason, „í bissnissfári". Dagur rauða nefsins Hugmyndin að Degi rauða nefsins kemur frá bresku góðgerðasamtökunum Comic Relief, sem samanstendur af landsliði breskra grínleikara og varð til vegna hungursneyðarinnar í Eþíópíu árið 1985. Síðan þá hefur Dagur rauða nefsins (Red Nose Day) verið haldinn þar annað hvert ár á vegum samtakanna til að safna fé til hjálparstarfs í Afríku og bágstaddra í Bretlandi. Ýmsar leiðir eru farnar í söfnunarátakinu en í grunninn er það sala á rauðum trúðanefjum. Hápunktur söfnunarinnar er síðan sjónvarpsútsending þar sem kímni og hlátri er beitt til að koma alvarlegum boðskap til skila. Frá 1985 hafa yfir 2050 skemmtikraftar gefið vinnu sína til styrktar hinum ýmsu verkefnum en þar má telja John Cleese, Jerry Springer, Johnny Depp, Ali G, Little Britain, Robbie Williams, Woody Allen, Lenny Henry ofl. Red Nose Day hefur fest sig í sessi sem einn af stærstu góðgerðarviðburðum Bretlands. Hinn íslenski Dagur rauða nefsins verður ekki síðri. Fyrir utan sölu á rauðum nefjum og á laginu Brostu eftir Baggalút, mun fríður flokkur leikara halda uppi miklu glensi og gríni í þriggja tíma beinni útsendingu á Stöð 2 þann 1.desember. „Við höfum nú þegar fengið til liðs við okkur fjöldann allan af leikurum, skemmtikröftum og fleira fólki sem er tilbúið að gefa vinnu sína. Dagurinn gengur út á að gleðjast og gleðja aðra og þá sérstaklega munum við geta glatt börn sem búa í sárri neyð. Fólk fær tækifæri til þess að kynnast aðstæðum barna í Afríku og rétta fram hjálparhönd með því að gerast heimsforeldrar UNICEF," segir Stefán að lokum.
Lífið Menning Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira