Erlent

Áhrifamikill prestur segir af sér vegna kynlífshneykslis

Séra Ted Haggard hefur sagt af sér.
Séra Ted Haggard hefur sagt af sér. MYND/AP

Leiðtogi stórs kristins trúfélags í Bandaríkjunum hefur sagt af sér í kjölfar ásakana um að hann hafi greitt karlmanni fyrir kynlíf. Séra Ted Haggard, leiðtogi safnaðarins, sem telur 30 milljónir manna, neitar ásökunum en hann hefur barist hart gegn því að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband í Bandaríkjunum.

Haggard fer einnig fyrir 14 þúsund manna söfnuði, Kirkju hins nýja lífs, og hefur hann ákveðið að segja sig frá störfum fyrir hann á meðan málið er rannsakað. Ásakanirnar setti maður að nafni Mike Jones fram og segir að Haggard hafi greitt sér fyrir kynlíf nánast mánaðarlega síðustu þrjú ár en Haggard er talinn meðal áhrifamestu leiðtoga heittrúarmanna í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×