Erlent

Dómur yfir Saddam á sunnudag

MYND/AP

Búist er við að dómur verði kveðinn upp yfir Saddam Hussein og sjö meðreiðarsveinum hans á sunnudag, í einum af mörgum ákæruliðum sem þeir verða að svara fyrir. Krafist er dauðadóms yfir forsetanum fyrrverandi.

Ákæruliðirnir yfir Saddam Hussein og mönnum hans eru í mörgum liðum. Í þessu máli eru þeir sakaðir um að hafa myrt og pyntað hundruð sjía múslima, eftir að reynt var að ráða Saddam af dögum í þorpinu Dujail, árið 1982.

Saksóknarinn krefst þess að fjórir sakborninganna verði dæmdir til dauða, þar á meðal Saddam. Lífstíðar fangelsis er krafist yfir þremur og lagt til að einn verði látinn laus.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×