Erlent

Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi

Tíu mínútna myndband úr giftingarveislu sem Than Shwe, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Maynmar, eða Burma, hélt dóttur sinni í sumar veldur mikilli reiði og fordæmingu meðal íbúa Burma eftir að myndbandið fór í sýningu á Netinu. Mayanmar er eitt af fátækari ríkjum heims.

Brúðurin, sem heitir Thandar Shwe, er öll þakin perlum og demöntum á myndbandinu og brúðguminn við hlið hennar sést hella kampavíninu, sem fossast yfir stæðu af kampavínsglösum. Síðar stilla þau sér upp framan við gullbryddað hjónarúmið. Giftingarveislan var reyndar umtöluð í höfuðborginni áður en myndbandið varð almenningseign og þá gengu sögur um gjafirnar sem meðal annars hefðu verið lúxusbílar og hús að verðmæti 50 milljónir dollara sem er þrisvar sinnum hærri upphæð en útgjöld til heilbrigðismála í landinu.

Hægt er að skoða myndbandið hér á vefnum www.irrawaddy.org




Fleiri fréttir

Sjá meira


×