Erlent

Sýndi ódæðið á netinu

Kanadíska lögreglan hefur handtekið mann sem misnotaði barnunga stúlku kynferðislega í beinni útsendingu á netinu. Lögreglumaður hafði áunnið sér traust ódæðismannsins á spjallrás á netinu og fékk aðgang að útsendingunni. Maðurinn var handtekinn tveimur klukkustundum síðar.

Kanadíska lögreglan hefur ekki viljað upplýsa hvort maðurinn og stúlkan séu tengd fjölskylduböndum. Lögreglumaður hafði náð sambandi við manninn á spjallsvæði á netinu í janúar.

Hann hafði þegar samband við lögregluna í St. Thomas þar sem talið var að maðurinn byggi og handsömuðu lögreglumenn þar ódæðismanninn tveimur klukkustundum síðar og björguðu stúlkunni.

Microsoft tölvurisinn hefur unnið með sérsveit lögreglumanna í Kanada að þróun tölvuforrits sem er gert til að aðstoða lögreglu víða um heima að finna þá sem dreifa barnaklámi á internetinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×