Erlent

Kínverjar styðja Afríkuríki

Kínverjar hafa heitið því að tvöfalda fjárstuðning sinn við Afríkuríki með því að útvega þeim lán sem nemi jafnvirði tæplega 350 milljarða íslenskra króna til næstu þriggja ára. Hu Jintao, forseti Kína, tilkynnti þetta við upphaf ráðstefnu í Peking, en hana sækja leiðtogar og ráðherrar flestra Afríkuríkja.

Viðskipti eru helsta umræðuefnið á ráðstefnunni. Afríkuleiðtogar fagna auknum viðskiptum við Kínverja um leið og stjórnvöld í Peking eru gagnrýnd fyrir að semja við leiðtoga sem kúgi landa sína. Kínverjar segja viðskiptahagsmuni einvörðungu ráða för.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×