Erlent

Hóta því að slíta friðarviðræðum

Frelsissamtök Baska, ETA, hótaði því í morgun að hætta friðarviðræðum við stjórnvöld á Spáni skili þær ekki árangri fljótlega. Baskneska dagblaðið Gara greinir frá þessu á vefsíðu sinni. Liðsmenn samtakanna segja spænsk stjórnvöld ofsækja stuðningsmenn ETA þrátt fyrir tilkynningu Zapatero, forseta, frá því í sumar um að hann ætlaði að hefja friðarviðræður við forvígismenn samtakanna.

Samtökin hóta hörðum aðgerðum þokist viðræður ekki. Baskar hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki á Norður-Spáni og í Suðvestur-Frakklandi. Síðan 1968 hafa 850 manns týnt lífi í hryðjuverkaárásum ETA og átökum þeim tengdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×