Erlent

Fóstureyðingar eftir 20. viku meðgöngu jafnvel leyfðar á ný í Bandaríkjunum

Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur í næstu viku fyrir bann við fóstureyðingum eftir 20. viku meðgöngu. Talið er að þetta verði í fyrsta sinn sem reyni á þá stefnu sem að George W. Bush vill marka í fóstureyðingum.

Andstæðingar bannsins telja að það sé óstjórnarskrárlegt vegna þess að það leyfi ekki slíkar fóstureyðingar þegar heilsa konunnar er í hættu. Rétturinn mun þó ekki fjalla um fóstureyðingar í heild sinni heldur aðeins um þetta bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×