Erlent

Forsætisráðherra íraks vonar að Saddam verði fundinn sekur

Saddam Hussein, fyrrum forseti íraks verður dæmdur á morgun.
Saddam Hussein, fyrrum forseti íraks verður dæmdur á morgun. MYND/AP

Forsætisráðherra íraks, Nouri al-Maliki, sagði í dag að hann vonaðist til þess að Saddam Hussein, fyrrverandi forseti íraks, fengi það sem hann ætti skilið.

Hann hafði áður sagt að hann vonaðist til þess að Saddam myndi fá dauðadóm og yrði hengdur en viðurkenndi í dag að þetta væri mál sem að réttarkerfið tæki á og væri ekki í höndum framkvæmdavaldsins. Í sjónvarpsávarpi í dag sagðist hann vonast til þess að fólk myndi fagna réttlætinu án þess að stefna sér í voða og átti hann þá einna helst við Shía múslima en Saddam er súnní múslimi. Búist er við að viðbrögð súnní múslima verði hinsvegar ekki í ætt við skemmtanahald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×