Erlent

"Aríabörn" nasista hittast opinberlega í fyrsta sinn

Violetta Wallenborn, en hún var eitt af aríabörnunum sem fæddist í Noregi, heldur á mynd af föður sínum.
Violetta Wallenborn, en hún var eitt af aríabörnunum sem fæddist í Noregi, heldur á mynd af föður sínum. MYND/AP

Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar settu nasistar eitt metnaðarfyllsta verkefni sitt í gang. Að skapa hinn fullkomna "Aría" þjóðflokk.

Voru þá börn sem uppfylltu skilyrði tekin frá foreldrum sínum og sett í fóstur hjá yfirmönnum nasista og auk þess voru margir hermenn nasista látnir fjölga sér með konum sem uppfylltu skilyrði um að vera aríar.

Þessi börn hittust opinberlega í fyrsta sinn í dag. Lítið hefur verið fjallað um þetta tímabil í þýskri sögu og vildu þau með þessum fundi sínum reyna að losa sig úr viðjum fortíðar sinnar. Áætlað er að um 8.000 börn hafi fæðst í Þýskalandi vegna þessarar áætlunar og allt að 12.000 í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×