George W. Bush fagnaði niðurstöðu dómstólsins í Bagdad í dag. Hann sagði hann mikilvægan áfanga á leið Íraks til friðar og velsæmdar er hann talaði við fréttamenn á leið sinni um Texas í dag.
Bush þakkaði líka hermönnum og herkonum, sem tóku þátt í innrásinni og stríðinu í Írak, fyrir framlag sitt.
Mikill umræða hefur skapast um íraksstríðið undanfarið og er talið að kjósendur muni refsa Bush og repúblikanaflokknum fyrir að hafa dregið þjóðina út í stríð í fjarlægu landi í komandi þingkosningum.