Erlent

Krefjast 38 þúsund ára fangelsis

Spænskir saksóknarar segja að þeir muni krefjast 38 þúsund ára fangelsis fyrir hvern hryðjuverkamannanna sem ákærðir eru fyrir árásir á lestarkerfi Madridar, árið 2004.

Réttarhöldin yfir mönnunum hefjast á næsta ári, og er gert ráð fyrir að þau verði löng og ströng. Tæplega tvöhundruð manns fórust í árásunum, sem voru gerðar samtímis á margar lestar sem voru að koma til eða fara frá Madrid.

Sprengjur höfðu verið skildar eftir í bakpokum og töskum, í lestunum, og þær sprengdar með fjarstýringum. Í flaki einnar lestarinnar fannst myndbandsupptaka, þar sem frekari árásum var hótað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×