Erlent

Heiðursmorð með bareflum og rafmagni

Mynd/AP

Jórdanskur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt sautján ára dóttur sína með því að berja hana margsinnis í höfuðið, með barefli og hleypa svo rafmagni í hana. Þetta gerðist síðastliðinn föstudag.

Fimmtán ára sonur mannsins er ákærður fyrir aðild að morðinu, sem feðgarnir segja að hafi verið framið til þess að vernda heiður fjölskyldunnar. Þeir viðurkenna að hafa barið stúlkuna og segjast svo hafa hleypt í hana rafmagni til þess að kanna hvort hún væri ennþá á lífi.

Refsing við heiðursmorðum, í Jórdaníu, er sex mánaða fangelsi. Abdulla, konungur, hefur fyrirskipað að sú refsing skuli hækkuð upp í sextán ára fangelsi. Hið íhaldssama þing landsins berst gegn hækkun refsingar, á þeirri forsendu að það muni ýta undir konur að haga sér ósiðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×