Innlent

Valgerður fundar í Úkraínu

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra.
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra. MYND/GVA

 

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, fundaði í morgun með Viktor Janúkóvitsj, forsætisráðherra Úkraínu. Á fundinum var meðal annars fjallað um tvíhliða samskipti Íslands og Úkraínu, áform Úkraínu um aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og möguleika á fríverslunarsamningi á milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu.

 

Valgerður fundaði svo um miðjan daginn með Valery Pyatnisky, aðstoðarefnahagsráðherra Úkraínu. Á fundinum ræddu ráðherrarnir aukin viðskipti landanna og fjárfestingar Íslendinga í Úkraínu.

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×