Hart deilt á félagsmálaráðherra vegna launamunar 8. nóvember 2006 16:47 MYND/Kolbrún K Hart var deilt á félagsmálaráðherra fyrir að gera lítið til að vinna bug á launamisrétti kynjanna í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og gerði að umtalsefni nýja könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið sem sýndi að launamunur kynjanna væri um 16 prósent og hefði lítið breyst síðustu tólf ár.Benti hún á að 45 ár væru frá því að lög hefðu verið sett um það að laun kynjanna skyldu jöfn og sagði það ekkert annað en mannréttindabrot að konur fengju ekki sömu laun og karlar fyrir sömu störf. Sagði hún ríkið ekki síður en almenna atvinnurekendur hafa brotið lögin þar sem viðbótarlaun eins og óunnin yfirvinna og ýmsar sporslur rynnu fremur til karla en kvenna í störfum hjá ríkinu. Benti hún enn fremur á að Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefði greint frá því í ræðu á dögunum að með sama áfram haldi tæki það 581 ár að leiðrétta launamuninn.Spurði hún Magnús Stefánsson, ráðherra jafnréttismála, að því hvort hann væri tilbúinn að leggja fullan kraft í gerð framkvæmdaáætlunar um jöfnun á launmun kynjanna og jafnvel beita jákvæðri mismunun og aflétta launaleynd til þess að ná því markmiði að útrýma launamun kynjanna.Magnús Stefánsson félagsmálaráðhera sagði niðurstöður rannsóknar Capacent hafa valdið sér miklum vonbrigðum en þó kæmi ýmislegt jákvætt þar í ljós. Það væru t.d. stór tíðindi að lög um fæðingarorlof sem sett hefðu verið fyrir nokkrum árum væru farin að hafa áhrif á fjölskylduábyrgð og að yngsta kynslóð kvenna væri tilbúin að gera ákveðnari kröfur í málinu.Sagðist hann ætla að vinna í málinu á næstunni og kalla til sín fólk sem hefði mikla reynslu af því. Hann sagði ábyrgðina á launamisréttinu hjá atvinnurekendum og að hann hygðist kalla til sína aðila vinnumarkaðarins til þess að ræða aðgerðir til lausnar málinu. Hann væri tilbúinn að skoða að beita jákvæðri mismunun og jafnvel að aflétta launaleynd.Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ráðherra fremur linan í jafnréttismálum og ekki væri að búast við árangri í málaflokknum þegar ráðherra skipaði endalausar nefndir, gerði kannanir og ætti þríhliða viðræður. Sagði hún að launamismunin þrifist í skjóli hugmynda um stöðu kynjanna í samfélaginu.Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að launamunur kynjanna hefði minnkað meðal stjórnenda fyrirtækja og þá hefðu fæðingarorlofslögin bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Það sýndi að aðgerðir yfirvalda skiluðu árangri. Staðan væri engu að síður óviðunandi og fyrirtæki á almennum markaði þyrftu að svara fyrir það.Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að við endurskoðun jafnréttislaga, sem nú stæði yfir, þyrfti að horfa til þess að herða viðurlög við brotum á þeim. Menn þyrftu að finna fyrir því þegar þeir brytu lögin líkt og þegar þeir brytu önnur lög.Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði niðurstöðu könnunarinnar ákveðið áfall og taldi launamuninn enn meiri þar sem ekki væri tekið tillit til þess að mun færri konur væru í stjórnunarstöðum en karlar hjá fyrirtækjum. Sagði hann fæðingarorlofslögin ekki hafa dugað og að vandinn væri hjá atvinnurekendum og launþegum. Konur þyrftu að krefjast hærri launa.Athygli vakti að sex konur tóku til máls við utandagskrárumræðuna en aðeins þrír karlar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Hart var deilt á félagsmálaráðherra fyrir að gera lítið til að vinna bug á launamisrétti kynjanna í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og gerði að umtalsefni nýja könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir félagsmálaráðuneytið sem sýndi að launamunur kynjanna væri um 16 prósent og hefði lítið breyst síðustu tólf ár.Benti hún á að 45 ár væru frá því að lög hefðu verið sett um það að laun kynjanna skyldu jöfn og sagði það ekkert annað en mannréttindabrot að konur fengju ekki sömu laun og karlar fyrir sömu störf. Sagði hún ríkið ekki síður en almenna atvinnurekendur hafa brotið lögin þar sem viðbótarlaun eins og óunnin yfirvinna og ýmsar sporslur rynnu fremur til karla en kvenna í störfum hjá ríkinu. Benti hún enn fremur á að Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefði greint frá því í ræðu á dögunum að með sama áfram haldi tæki það 581 ár að leiðrétta launamuninn.Spurði hún Magnús Stefánsson, ráðherra jafnréttismála, að því hvort hann væri tilbúinn að leggja fullan kraft í gerð framkvæmdaáætlunar um jöfnun á launmun kynjanna og jafnvel beita jákvæðri mismunun og aflétta launaleynd til þess að ná því markmiði að útrýma launamun kynjanna.Magnús Stefánsson félagsmálaráðhera sagði niðurstöður rannsóknar Capacent hafa valdið sér miklum vonbrigðum en þó kæmi ýmislegt jákvætt þar í ljós. Það væru t.d. stór tíðindi að lög um fæðingarorlof sem sett hefðu verið fyrir nokkrum árum væru farin að hafa áhrif á fjölskylduábyrgð og að yngsta kynslóð kvenna væri tilbúin að gera ákveðnari kröfur í málinu.Sagðist hann ætla að vinna í málinu á næstunni og kalla til sín fólk sem hefði mikla reynslu af því. Hann sagði ábyrgðina á launamisréttinu hjá atvinnurekendum og að hann hygðist kalla til sína aðila vinnumarkaðarins til þess að ræða aðgerðir til lausnar málinu. Hann væri tilbúinn að skoða að beita jákvæðri mismunun og jafnvel að aflétta launaleynd.Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði ráðherra fremur linan í jafnréttismálum og ekki væri að búast við árangri í málaflokknum þegar ráðherra skipaði endalausar nefndir, gerði kannanir og ætti þríhliða viðræður. Sagði hún að launamismunin þrifist í skjóli hugmynda um stöðu kynjanna í samfélaginu.Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að launamunur kynjanna hefði minnkað meðal stjórnenda fyrirtækja og þá hefðu fæðingarorlofslögin bætt stöðu kvenna á vinnumarkaði. Það sýndi að aðgerðir yfirvalda skiluðu árangri. Staðan væri engu að síður óviðunandi og fyrirtæki á almennum markaði þyrftu að svara fyrir það.Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á að við endurskoðun jafnréttislaga, sem nú stæði yfir, þyrfti að horfa til þess að herða viðurlög við brotum á þeim. Menn þyrftu að finna fyrir því þegar þeir brytu lögin líkt og þegar þeir brytu önnur lög.Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði niðurstöðu könnunarinnar ákveðið áfall og taldi launamuninn enn meiri þar sem ekki væri tekið tillit til þess að mun færri konur væru í stjórnunarstöðum en karlar hjá fyrirtækjum. Sagði hann fæðingarorlofslögin ekki hafa dugað og að vandinn væri hjá atvinnurekendum og launþegum. Konur þyrftu að krefjast hærri launa.Athygli vakti að sex konur tóku til máls við utandagskrárumræðuna en aðeins þrír karlar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira