Landspítalinn rifti einhliða samningi við Mæðraverndina 8. nóvember 2006 17:01 Landspítalinn rifti einhliða samningi við Miðstöð mæðraverndar um samvinnu við eftirlit kvenna sem eru í áhættu á meðgöngu. Þetta er skref aftur á bak um áratugi fyrir konur, segir Sigríður Sía Jónsdóttir yfirljósmóðir Mæðraverndar. Forstöðumaður heilsuverndar barna sagðist í fréttum NFS í sumar óttast að núverandi starfsemi Miðstöðvar mæðraverndar myndi heyra sögunni til ef hún flytti í Mjóddina. Það er nú að rætast. "Það er algjört klúður að þetta hús hafi verið selt," segir Sigríður Sía. Fyrir rúmum fimm árum fóru milli 50-60 milljónir króna í að breyta húsnæðinu á Barónstíg svo það hentaði betur mæðraverndinni. Samt var húsið selt og þar til fyrir hálfum mánuði stóð til að mæðraverndin flytti inn í Mjóddina nú seinnipartinn í nóvember en það vildi Landspítalinn, sem mannar læknastöður Mæðraverndar, ekki. "Svo var það á fundi fyrir hálfum mánuði að Landspítalinn rifti samningi við Miðstöð mæðraverndar sem var í gildi til ársins 2009 og ætlar að stofna sína eigin áhættumeðgöngudeild upp á kvennadeild Landspítalans." Mæðraverndin átti að deila húsnæði með miðstöð heilsuverndar barna í fyrrum keilusal í Mjóddinni sem smiðir eru nú að gera kláran. "Það er afskaplega sérstakt að á sömu stundu og hér eru iðnaðarmenn að ganga frá húsnæðinu þá eru smiðir niðri á kvennadeild Landspítalans að innrétta nýja deild. Það kostar sitt. Það er staðreynd að á fimm árum er í raun og veru búið að leggja kostnað í þrjár deildir til að sinna áhættumeðgöngu." "Eftir þessa reynslu hef ég velt því fyrir mér hver taki í raun og veru ákvarðanir í íslensku heilbrigðiskerfi." Heilbrigðar konur fara því hér eftir í meðgöngueftirlit á heilsugæslustöðvar en frá 24. nóvember fara konur á áhættumeðgöngu á nýja móttöku á Landspítalanum. Þetta er hugmyndafræðilegur ágreiningur milli ljósmæðra og lækna, segir Sigríður Sía, og telur að verið sé að stíga skref afturábak í mæðravernd um áratugi. Fréttir Innlent Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Landspítalinn rifti einhliða samningi við Miðstöð mæðraverndar um samvinnu við eftirlit kvenna sem eru í áhættu á meðgöngu. Þetta er skref aftur á bak um áratugi fyrir konur, segir Sigríður Sía Jónsdóttir yfirljósmóðir Mæðraverndar. Forstöðumaður heilsuverndar barna sagðist í fréttum NFS í sumar óttast að núverandi starfsemi Miðstöðvar mæðraverndar myndi heyra sögunni til ef hún flytti í Mjóddina. Það er nú að rætast. "Það er algjört klúður að þetta hús hafi verið selt," segir Sigríður Sía. Fyrir rúmum fimm árum fóru milli 50-60 milljónir króna í að breyta húsnæðinu á Barónstíg svo það hentaði betur mæðraverndinni. Samt var húsið selt og þar til fyrir hálfum mánuði stóð til að mæðraverndin flytti inn í Mjóddina nú seinnipartinn í nóvember en það vildi Landspítalinn, sem mannar læknastöður Mæðraverndar, ekki. "Svo var það á fundi fyrir hálfum mánuði að Landspítalinn rifti samningi við Miðstöð mæðraverndar sem var í gildi til ársins 2009 og ætlar að stofna sína eigin áhættumeðgöngudeild upp á kvennadeild Landspítalans." Mæðraverndin átti að deila húsnæði með miðstöð heilsuverndar barna í fyrrum keilusal í Mjóddinni sem smiðir eru nú að gera kláran. "Það er afskaplega sérstakt að á sömu stundu og hér eru iðnaðarmenn að ganga frá húsnæðinu þá eru smiðir niðri á kvennadeild Landspítalans að innrétta nýja deild. Það kostar sitt. Það er staðreynd að á fimm árum er í raun og veru búið að leggja kostnað í þrjár deildir til að sinna áhættumeðgöngu." "Eftir þessa reynslu hef ég velt því fyrir mér hver taki í raun og veru ákvarðanir í íslensku heilbrigðiskerfi." Heilbrigðar konur fara því hér eftir í meðgöngueftirlit á heilsugæslustöðvar en frá 24. nóvember fara konur á áhættumeðgöngu á nýja móttöku á Landspítalanum. Þetta er hugmyndafræðilegur ágreiningur milli ljósmæðra og lækna, segir Sigríður Sía, og telur að verið sé að stíga skref afturábak í mæðravernd um áratugi.
Fréttir Innlent Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira