Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela 9. nóvember 2006 10:49 Frá vettvangi árás Ísraels í fyrrinótt. MYND/AP Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela á íbúðabyggð í Beit Hanoun í fyrrinótt, en þar féllu 18 óbreyttir borgarar, margir hverjir konur og börn, auk þess sem tugir særðust. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, starfandi utanríkisráðherra, á Alþingi í morgun. Sagði hann sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi væntanlegan til landsins í næstu viku og á fundi sínum með honum myndi utanríkisráðherra koma á framfæri formlegum mótmælum íslenskra stjórnvalda vegna málsins. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sem hóf umræðuna í athugasemdum um störf þingsns og spurði hvort íslensk stjórnvöld ætluðu að mótmæla framferði Ísraela. Hann tilkynnti um leið að formaður Frjálslynda flokksins hefði afboðað komu sína á fund með sendiherra Ísraels, Miryam Shomrat, í næstu viku vegna málsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði framferði Ísraela ganga fram af mönnum og þar í landi reyndu menn að koma í veg fyrir að festu yrði komið á í palestínskum stjórnmálum með stofnun þjóðstjórnar með árásum sem þessum. Atburðirnir í fyrrinótt væru ekkert annað en fjöldamorð því verið væri að ráðast á saklaust fólk í svefni. Minnti hann einnig á að Ísraelar hefðu notað bæði klasa- og fosfórsprengjur og geislavopn í stríði sínu við Hizbolla-samtökin í Líbanon í sumar og sagði að það hlyti að koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar sem Ísraelar þverbrytu alþjóðleg lög og samninga. Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra, sagði að vandséð væri hvaða tilgangi árásirnar hefðu átt að þjóna og hvaða rök væru á bak við þær en sagði ísraelsk stjórnvöld hafa hafið rannsókn á málinu. Íslensk stjórnvöld fordæmdu árásirnar og formlegum mótmælum vegna framferðis þeirra yrði komið á framfæri á fundi utanríkisráðherra og sendiherra Ísraels í næstu viku. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela á íbúðabyggð í Beit Hanoun í fyrrinótt, en þar féllu 18 óbreyttir borgarar, margir hverjir konur og börn, auk þess sem tugir særðust. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, starfandi utanríkisráðherra, á Alþingi í morgun. Sagði hann sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi væntanlegan til landsins í næstu viku og á fundi sínum með honum myndi utanríkisráðherra koma á framfæri formlegum mótmælum íslenskra stjórnvalda vegna málsins. Það var Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sem hóf umræðuna í athugasemdum um störf þingsns og spurði hvort íslensk stjórnvöld ætluðu að mótmæla framferði Ísraela. Hann tilkynnti um leið að formaður Frjálslynda flokksins hefði afboðað komu sína á fund með sendiherra Ísraels, Miryam Shomrat, í næstu viku vegna málsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði framferði Ísraela ganga fram af mönnum og þar í landi reyndu menn að koma í veg fyrir að festu yrði komið á í palestínskum stjórnmálum með stofnun þjóðstjórnar með árásum sem þessum. Atburðirnir í fyrrinótt væru ekkert annað en fjöldamorð því verið væri að ráðast á saklaust fólk í svefni. Minnti hann einnig á að Ísraelar hefðu notað bæði klasa- og fosfórsprengjur og geislavopn í stríði sínu við Hizbolla-samtökin í Líbanon í sumar og sagði að það hlyti að koma til greina að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael þar sem Ísraelar þverbrytu alþjóðleg lög og samninga. Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra, sagði að vandséð væri hvaða tilgangi árásirnar hefðu átt að þjóna og hvaða rök væru á bak við þær en sagði ísraelsk stjórnvöld hafa hafið rannsókn á málinu. Íslensk stjórnvöld fordæmdu árásirnar og formlegum mótmælum vegna framferðis þeirra yrði komið á framfæri á fundi utanríkisráðherra og sendiherra Ísraels í næstu viku.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira