Njarðvíkingar töpuðu í Rússlandi

Njarðvíkingar töpuðu í dag fyrsta leik sínum í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta þegar liðið lá 101-80 fyrir liði Samara frá Rússlandi, en leikið var ytra. Brenton Birmingham skoraði 28 stig fyrir Njarðvík og Jeb Ivey 21 stig.