Andvirði heilsuverndarstöðvarinnar brennur upp í leigu á 10-15 árum 9. nóvember 2006 18:35 Peningarnir sem fengust fyrir Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg munu étast upp á 10-15 árum í leigu undir Heilsugæsluna í Mjóddinni. Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp við söluna en ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að það hefði kostað ríkið 1100 milljónir að halda gömlu Heilsuverndarstöðinni. Styrrinn sem staðið hefur um heilsuverndarstöðina síðan hún var seld fyrir ári er tvíþættur. Í fyrsta lagi voru starfsmenn ósáttir við að flytja í Mjóddina. Í öðru lagi kom í ljós nú fyrir um hálfum mánuði að Miðstöð mæðraverndar myndi hætta að sinna eftirliti með konum á áhættumeðgöngu við flutninginn. Á sama tíma og smiðir eru í óða önn upp í Mjódd að klára að innrétta húsnæðið fyrir áhættumeðgöngueftirlit eru kollegar þeirra á Landspítalanum að gera slíkt hið sama. Forstöðumaður heilsuverndar barna segir þetta ferli hafa verið glórulaust og sakar ráðamenn um embættisafglöp. Heilsuverndarstöðin seldist á 980 milljónir. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun ríkið greiða um 70 milljónir króna í leigu fyrir húsnæðið í Mjóddinni og talið er að flutningurinn, ný húsgögn og tæki kosti á fimmta tug milljóna. Það þýðir að á þrettán til fjórtán árum verði ríkið búið að greiða allt söluandvirði hússins á Barónstígnum í leigu. Davíð Gunnarsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu segir mikinn vilja hafa verið innan ráðuneytisins að halda í húsið. Það hefði hins vegar kostað um 1100 milljónir króna fyrir ríkið að kaupa og gera nauðsynlegar lagfæringar. Fréttir Innlent Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Peningarnir sem fengust fyrir Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg munu étast upp á 10-15 árum í leigu undir Heilsugæsluna í Mjóddinni. Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp við söluna en ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að það hefði kostað ríkið 1100 milljónir að halda gömlu Heilsuverndarstöðinni. Styrrinn sem staðið hefur um heilsuverndarstöðina síðan hún var seld fyrir ári er tvíþættur. Í fyrsta lagi voru starfsmenn ósáttir við að flytja í Mjóddina. Í öðru lagi kom í ljós nú fyrir um hálfum mánuði að Miðstöð mæðraverndar myndi hætta að sinna eftirliti með konum á áhættumeðgöngu við flutninginn. Á sama tíma og smiðir eru í óða önn upp í Mjódd að klára að innrétta húsnæðið fyrir áhættumeðgöngueftirlit eru kollegar þeirra á Landspítalanum að gera slíkt hið sama. Forstöðumaður heilsuverndar barna segir þetta ferli hafa verið glórulaust og sakar ráðamenn um embættisafglöp. Heilsuverndarstöðin seldist á 980 milljónir. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun ríkið greiða um 70 milljónir króna í leigu fyrir húsnæðið í Mjóddinni og talið er að flutningurinn, ný húsgögn og tæki kosti á fimmta tug milljóna. Það þýðir að á þrettán til fjórtán árum verði ríkið búið að greiða allt söluandvirði hússins á Barónstígnum í leigu. Davíð Gunnarsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu segir mikinn vilja hafa verið innan ráðuneytisins að halda í húsið. Það hefði hins vegar kostað um 1100 milljónir króna fyrir ríkið að kaupa og gera nauðsynlegar lagfæringar.
Fréttir Innlent Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira