Viðskipti innlent

Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 2 prósent

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 2 prósent á þriðja fjórðungi ársins miðað við fjórðunginn á undan. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir hækkar um 5,6 prósent en vísitala framleiðsluverðs fyrir annan iðnað lækkar um 0,4 prósent á milli fjórðunga, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 20,9 prósent frá sama tíma í fyrra.

Þá hækkaði vísitalan fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands um 2,6 prósent á milli fjórðunga en vísitala útfluttra afurða um 1,7 prósent á milli fjórðunga. Vísitala framleiðsluverðs fyrir útfluttar afurðir án sjávarafurða lækkaði hins vegar um 4,8 prósent, samkvæmt Hagstofunni.

Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 2,2 prósent, launavísitala um 3 prósent en meðalverð á erlendum gjaldeyri lækkaði um 1,8 prósent á sama tímabili.

Frá þriðja ársfjórðungi 2005 hefur vísitalan í heild hækkað um 20,9 prósent en vísitala sjávarafurða um 26,2 prósent. Vísitala annars iðnaðar hefur hækka um 17,2 prósent á sama tímabili.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×