Dómsmálaráðherra svaraði ekki fyrirspurnum um hleranir 15. nóvember 2006 21:25 Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. MYND/Daníel Dómsmálaráðherra svaraði ekki í fyrirspurnartíma á Alþingi spurningum Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Framsóknarflokksins um hleranir á símum Alþingismanna, ástæður hleranna og hvenær þær hefðu tengst rannsókn sakamála. Ráðherrann sagði ótækt að yfirvöld tækju frumkvæði að því að birta nöfn þingmannanna með tilliti til einkalífshagsmuna þeirra. Þessi ákvörðun Björns Bjarnasonar vakti talsverða reiði á meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar en hann rökstuddi mál sitt meðal annars með því að slíkum sagnfræðilegum rannsóknum væri best fyrir komið hjá fræðimönnum og að þegar væri að störfum nefnd til að skoða þessi mál. Björn sagði eftirfarandi þegar hann svaraði fyrirspurn Kristins: "Einstaklingur getur haft af því brýna persónulega hagsmuni að ekki sé fjallað um það opinberlega hvorki hér á Alþingi eða annars staðar að mál hafi verið þannig vaxin að dómari hafi talið nauðsynlegt að heimila hjá honum hlerun. Flestir sjá það í hendi sér að ótækt er að yfirvöld hafi frumkvæði að því að greina opinberlega frá nöfnum þeirra sem koma þar við sögu." Björgvin G. Sigurðsson kom því næst að máli og fullyrti að það hlyti að stappa nærri pólitísku hneyksli að háttvirtur dómsmálaráðherra skyldi hlaupa í skjól fræðimanna og skirrast við því að upplýsa um það hverjir voru beittir pólitískum njósnum hér fyrr á árum. Björn Ingi Hrafnsson sagði þetta mál einkennast af upphlaupi og löngun til þess að komast í fréttir fjölmiðla. Vísaði hann í mikla og breiða pólitísk samstöðu sem náðist um að setja þetta mál í ákveðin farveg. Það hefði hlotið flýtimeðferð í þinginu og hæstvirtur dómsmálaráðherra hefði ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að í þessu máli ættu öll gögn að koma upp á yfirborðið. Kristinn H. Gunnarsson sagði að þeir sem voru hleraðir hafi enga hagsmuni af því að viðhalda röngum sakargiftum. "Eiga menn að sitja undir ávirðingum og dylgjum ráðherra sem situr á upplýsingunum og neitar að láta þær af hendi? Það er ekki löngun endilega að komast í fjölmiðla að vilja fá þær upplýsingar virðulegur forseti. Mér finnst það nú vera hálfgerður uppskafningsháttur að bera því við." bætti Kristinn þá við. Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Dómsmálaráðherra svaraði ekki í fyrirspurnartíma á Alþingi spurningum Kristins H. Gunnarssonar þingmanns Framsóknarflokksins um hleranir á símum Alþingismanna, ástæður hleranna og hvenær þær hefðu tengst rannsókn sakamála. Ráðherrann sagði ótækt að yfirvöld tækju frumkvæði að því að birta nöfn þingmannanna með tilliti til einkalífshagsmuna þeirra. Þessi ákvörðun Björns Bjarnasonar vakti talsverða reiði á meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar en hann rökstuddi mál sitt meðal annars með því að slíkum sagnfræðilegum rannsóknum væri best fyrir komið hjá fræðimönnum og að þegar væri að störfum nefnd til að skoða þessi mál. Björn sagði eftirfarandi þegar hann svaraði fyrirspurn Kristins: "Einstaklingur getur haft af því brýna persónulega hagsmuni að ekki sé fjallað um það opinberlega hvorki hér á Alþingi eða annars staðar að mál hafi verið þannig vaxin að dómari hafi talið nauðsynlegt að heimila hjá honum hlerun. Flestir sjá það í hendi sér að ótækt er að yfirvöld hafi frumkvæði að því að greina opinberlega frá nöfnum þeirra sem koma þar við sögu." Björgvin G. Sigurðsson kom því næst að máli og fullyrti að það hlyti að stappa nærri pólitísku hneyksli að háttvirtur dómsmálaráðherra skyldi hlaupa í skjól fræðimanna og skirrast við því að upplýsa um það hverjir voru beittir pólitískum njósnum hér fyrr á árum. Björn Ingi Hrafnsson sagði þetta mál einkennast af upphlaupi og löngun til þess að komast í fréttir fjölmiðla. Vísaði hann í mikla og breiða pólitísk samstöðu sem náðist um að setja þetta mál í ákveðin farveg. Það hefði hlotið flýtimeðferð í þinginu og hæstvirtur dómsmálaráðherra hefði ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að í þessu máli ættu öll gögn að koma upp á yfirborðið. Kristinn H. Gunnarsson sagði að þeir sem voru hleraðir hafi enga hagsmuni af því að viðhalda röngum sakargiftum. "Eiga menn að sitja undir ávirðingum og dylgjum ráðherra sem situr á upplýsingunum og neitar að láta þær af hendi? Það er ekki löngun endilega að komast í fjölmiðla að vilja fá þær upplýsingar virðulegur forseti. Mér finnst það nú vera hálfgerður uppskafningsháttur að bera því við." bætti Kristinn þá við.
Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira