Bandaríski yfirhershöfðinginn í Írak, John Abizaid, sagði í dag að það gæti tekið skemmri tíma en áður var haldið að þjálfa upp íraska herinn. Áður hafði verið talað um að minnsta kosti eitt ár í viðbót en hann telur að verkefninu gæti verið lokið á undir einu ári.
Fyrr á þessu ári var talað um eitt til eitt og hálft ár þangað til íraskar öryggissveitir gætu tekið yfir þau verkefni sem að bandarískir hermenn gegna í dag en að klára að þjálfa þessar öryggissveitir er talið mikilvægasta verkefni bandaríska hersins í dag.
Abizaid talaði við fréttamenn í dag frá Washington en þetta er í fyrsta sinn sem að bandarískur herforingi kemur fram í Washington eftir að repúplikanar töpuðu þingkosningum sem fram fóru í Bandaríkjunum þann 7. nóvember síðastliðinn.