Simpson segir hvernig hann hefði myrt 16. nóvember 2006 19:00 Ruðningskappinn O. J. Simpson hefur síðustu tólf árin þráfaldlega neitað því að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar með hrottalegum hætti árið 1994. Simpson hefur þó velt því fyrir sér hvernig hann hefði myrt þau og ritað um það bók sem kemur út nú fyrir jólin. Ættingjar fórnarlambanna fordæma útgáfu bókarinnar. Simpson flúði undan lögreglu á hvítum Bronco jeppa sínum þann 17. júní 1994 þegar átti að handtaka hann fyrir morðið á eiginkonu sinni, Nicole, og ástmanni hennar Ronald Goldman. Þau höfðu verið myrt á hrottafenginn hátt tæpri viku áður. Þegar Simpson var loks tekinn höndum upphófust réttarhöld sem vöktu heimsathygli. Sitt sýndist hverjum um sekt eða sakleysi Simpsons. Stjörnum prýtt lögfræðiteymi hans reyndi hvað það gat til að kasta rýrð á málflutning saksóknara og að lokum var ruðningskappinn sýknaður í október 1995. Í febrúar 1997 voru fjölskyldum fórnarlambanna dæmdar rúmar 30 milljónir bandaríkjadala í bætur úr hendi Simpsons. Þá var hann talinn sekur enda sönnunarbyrðin ekki eins mikil í einkamáli og í opinberu refsimáli þar vestra. Nú hefur Simpson ritað bók þar sem hann lýsir því hvernig hann hefði framið morðin sem hann hefur þráfaldlega neitað að hafa framið. Samhliða útgáfu bókarinnar mun Fox fréttastöðin bandaríska birta ítarlegt viðtal við Simpson. Fred Goldman, faðir fórnarlambsins Ronalds Goldman, segir Simpson rekinn áfram af þörf fyrir að troða sér í sviðsljósið. Honum sé sama hvort það sé á jákvæðum eða neikvæðum forsendum. Hann bendir á að ekki sé hægt að rétta á ný yfir Simpson vegna morðana og því geti hann farið eins langt og honum sýnist í átt að því að viðurkenna það að hann hafi framið morðin, án þess þó að gera það beinum orðum. Goldman segist handviss um að Simpson hafi framið morðin og komist upp með þau með hjálp dómskerfisins. Nú sé hann að nú ættingjum fórnarlambanna því um nasir, ekki sýst börnum sínum og Nicole. Hann sé í raun að segja þeim hvernig hann hefði myrt móður þeirra. Erlent Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Sjá meira
Ruðningskappinn O. J. Simpson hefur síðustu tólf árin þráfaldlega neitað því að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar með hrottalegum hætti árið 1994. Simpson hefur þó velt því fyrir sér hvernig hann hefði myrt þau og ritað um það bók sem kemur út nú fyrir jólin. Ættingjar fórnarlambanna fordæma útgáfu bókarinnar. Simpson flúði undan lögreglu á hvítum Bronco jeppa sínum þann 17. júní 1994 þegar átti að handtaka hann fyrir morðið á eiginkonu sinni, Nicole, og ástmanni hennar Ronald Goldman. Þau höfðu verið myrt á hrottafenginn hátt tæpri viku áður. Þegar Simpson var loks tekinn höndum upphófust réttarhöld sem vöktu heimsathygli. Sitt sýndist hverjum um sekt eða sakleysi Simpsons. Stjörnum prýtt lögfræðiteymi hans reyndi hvað það gat til að kasta rýrð á málflutning saksóknara og að lokum var ruðningskappinn sýknaður í október 1995. Í febrúar 1997 voru fjölskyldum fórnarlambanna dæmdar rúmar 30 milljónir bandaríkjadala í bætur úr hendi Simpsons. Þá var hann talinn sekur enda sönnunarbyrðin ekki eins mikil í einkamáli og í opinberu refsimáli þar vestra. Nú hefur Simpson ritað bók þar sem hann lýsir því hvernig hann hefði framið morðin sem hann hefur þráfaldlega neitað að hafa framið. Samhliða útgáfu bókarinnar mun Fox fréttastöðin bandaríska birta ítarlegt viðtal við Simpson. Fred Goldman, faðir fórnarlambsins Ronalds Goldman, segir Simpson rekinn áfram af þörf fyrir að troða sér í sviðsljósið. Honum sé sama hvort það sé á jákvæðum eða neikvæðum forsendum. Hann bendir á að ekki sé hægt að rétta á ný yfir Simpson vegna morðana og því geti hann farið eins langt og honum sýnist í átt að því að viðurkenna það að hann hafi framið morðin, án þess þó að gera það beinum orðum. Goldman segist handviss um að Simpson hafi framið morðin og komist upp með þau með hjálp dómskerfisins. Nú sé hann að nú ættingjum fórnarlambanna því um nasir, ekki sýst börnum sínum og Nicole. Hann sé í raun að segja þeim hvernig hann hefði myrt móður þeirra.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Sjá meira