Sýrlendingar neita sök 21. nóvember 2006 18:56 Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons og einn leiðtoga kristinna, var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút í dag. Bandamenn hans fullyrða að Sýrlendingar standi á bak við morðið en stjórnvöld í Damaskus vísa því á bug. Gemayel var á ferð um höfuðborgina í bílalest sinni þegar óþekktir menn óku aftan á bifreið hans og létu svo byssukúlum rigna yfir hana. Farið var með ráðherrann í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést svo skömmu síðar af sárum sínum. Gemayel var 34 ára og einn af leiðtogum kristna þjóðarbrotsins í Líbanon. Þótt hann hafi tæpast verið í hópi valdamestu manna landsins þá er lykilinn að morðinu að finna í ætterni hans. Faðir hans, Amin, var forseti landsins, á níunda áratugnum og afi hans og nafni var stofnandi falangistahreyfingarinnar. Pierre yngri var í hópi þeirra stjórnmálamanna sem börðust gegn afskiptum Sýrlendinga af líbönskum innanríkismálum. Í þeim hópi var líka Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem ráðinn var af dögum í ársbyrjun 2005. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að sýrlenskir leyniþjónustumenn hefðu líklegast átt þátt í að skipuleggja það tilræði. Saad Hariri, sonur hans og bandamaður Pierre, sagði í dag ekki nokkurn vafa leika á að Sýrlendingar einnig ábyrgð á morðinu í dag. Sýrlensk stjórnvöld hafa borið af sér allar sakir en vísast er grátið þurrum tárum yfir Gemayel í Damaskus. Líbanska ríkisstjórnin hefur logað í deilum út af dómstól Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir sökudólgunum vegna morðsins á Hariri. Á dögunum sögðu sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum, sig úr stjórninni og nú þegar Gemaeyl er dáinn hangir líf hennar á bláþræði. Fari svo að hún tapi meirihluta sínum er störfum dómstólsins um leið telft í algera tvísýnu. Erlent Fréttir Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Pierre Gemayel, iðnaðarráðherra Líbanons og einn leiðtoga kristinna, var skotinn til bana í bíl sínum í Beirút í dag. Bandamenn hans fullyrða að Sýrlendingar standi á bak við morðið en stjórnvöld í Damaskus vísa því á bug. Gemayel var á ferð um höfuðborgina í bílalest sinni þegar óþekktir menn óku aftan á bifreið hans og létu svo byssukúlum rigna yfir hana. Farið var með ráðherrann í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést svo skömmu síðar af sárum sínum. Gemayel var 34 ára og einn af leiðtogum kristna þjóðarbrotsins í Líbanon. Þótt hann hafi tæpast verið í hópi valdamestu manna landsins þá er lykilinn að morðinu að finna í ætterni hans. Faðir hans, Amin, var forseti landsins, á níunda áratugnum og afi hans og nafni var stofnandi falangistahreyfingarinnar. Pierre yngri var í hópi þeirra stjórnmálamanna sem börðust gegn afskiptum Sýrlendinga af líbönskum innanríkismálum. Í þeim hópi var líka Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem ráðinn var af dögum í ársbyrjun 2005. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að sýrlenskir leyniþjónustumenn hefðu líklegast átt þátt í að skipuleggja það tilræði. Saad Hariri, sonur hans og bandamaður Pierre, sagði í dag ekki nokkurn vafa leika á að Sýrlendingar einnig ábyrgð á morðinu í dag. Sýrlensk stjórnvöld hafa borið af sér allar sakir en vísast er grátið þurrum tárum yfir Gemayel í Damaskus. Líbanska ríkisstjórnin hefur logað í deilum út af dómstól Sameinuðu þjóðanna sem rétta á yfir sökudólgunum vegna morðsins á Hariri. Á dögunum sögðu sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum, sig úr stjórninni og nú þegar Gemaeyl er dáinn hangir líf hennar á bláþræði. Fari svo að hún tapi meirihluta sínum er störfum dómstólsins um leið telft í algera tvísýnu.
Erlent Fréttir Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira