Rússar hafa tilkynnt Azerbadjan að þeir kunni að minnka raforkusölu til landsins um áttatíu prósent á næsta ári, og einnig skera niður sölu á gasi.
Þetta gerist eftir að Azerbadjan lofaði Georgíu að selja meira gas þangað eftir að Rússar meira en tvöfölduðu verð á gasi sem þeir selja til Georgíu. Rússland og Georgía eiga í hörðum deilum og Rússar gera það sem þeir geta til þess að einangra Georgíu og skaða efnahag landsins.
Evrópusambandið hefur reynt að fá Rússa til þess að slaka á klónni, en án árangurs. Rússum er mjög í nöp við hina nýju ríkisstjórn Georgíu, sem vill efla tengsli í vesturátt og fá aðild bæði að NATO og Evrópusambandinu.