Þjóðhátíð í skugga morðs 22. nóvember 2006 18:58 Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun með því að þúsundir manna fylgdu kistu Gemayel um götur heimaborgar hans. Þótt í dag sé þjóðhátíðardagur Líbanons væri synd að segja að landsmenn hefðu verið í hátíðarskapi því þriggja daga þjóðarsorg vegna drápsins á Pierre Gemayel, eins af leiðtogum kristinna maroníta, hófst í morgun. Hans var meðal annars minnst í heimaborg sinni þar sem þúsundir borgarbúa fylgdu kistu hans eftir, sveipaðri fána falangista, fylkingarinnar sem afi Gemayels stofnaði á sínum tíma. Rannsókn á morðinu á Gemayel er þegar hafin. Bandamenn hans telja hins vegar augljóst hverjir hafi verið að verki og óttast að svipuð örlög bíði fleiri manna. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, vandaði Sýrlendingum ekki kveðjurnar í dag og kvaðst óttast að þeir myndu koma fleirum fyrir kattarnef til að grafa enn frekar undir ríkisstjórninni. Benedikt páfi sextándi fordæmdi tilræðið í morgun og bað líbönsku þjóðina að vera á varðbergi gagnvart myrkum öflum sem reyndu að eyðileggja landið. Í gær samþykkti svo öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir sitt leyti stofnun dómstóls sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri fyrrverandi forsætisráðherra en rökstuddur grunur er fyrir því að sýrlenska leyniþjónustan hafi staðið fyrir því tilræði. Morðið á Gemayel setur hins vegar strik í reikninginn því líf líf líbönsku stjórnarinnar hangir nú bláþræði eftir að sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum sögðu sig úr henni í síðustu viku til að mótmæla stofnun dómstólsins. Erlent Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Líbanskir stjórnmálamenn óttast að fleiri víg muni fylgja í kjölfar morðsins á Pierre Gemayel iðnaðarráðherra í gær. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í morgun með því að þúsundir manna fylgdu kistu Gemayel um götur heimaborgar hans. Þótt í dag sé þjóðhátíðardagur Líbanons væri synd að segja að landsmenn hefðu verið í hátíðarskapi því þriggja daga þjóðarsorg vegna drápsins á Pierre Gemayel, eins af leiðtogum kristinna maroníta, hófst í morgun. Hans var meðal annars minnst í heimaborg sinni þar sem þúsundir borgarbúa fylgdu kistu hans eftir, sveipaðri fána falangista, fylkingarinnar sem afi Gemayels stofnaði á sínum tíma. Rannsókn á morðinu á Gemayel er þegar hafin. Bandamenn hans telja hins vegar augljóst hverjir hafi verið að verki og óttast að svipuð örlög bíði fleiri manna. Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa, vandaði Sýrlendingum ekki kveðjurnar í dag og kvaðst óttast að þeir myndu koma fleirum fyrir kattarnef til að grafa enn frekar undir ríkisstjórninni. Benedikt páfi sextándi fordæmdi tilræðið í morgun og bað líbönsku þjóðina að vera á varðbergi gagnvart myrkum öflum sem reyndu að eyðileggja landið. Í gær samþykkti svo öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir sitt leyti stofnun dómstóls sem rétta á yfir grunuðum morðingjum Rafiks Hariri fyrrverandi forsætisráðherra en rökstuddur grunur er fyrir því að sýrlenska leyniþjónustan hafi staðið fyrir því tilræði. Morðið á Gemayel setur hins vegar strik í reikninginn því líf líf líbönsku stjórnarinnar hangir nú bláþræði eftir að sex ráðherrar, hliðhollir Sýrlendingum sögðu sig úr henni í síðustu viku til að mótmæla stofnun dómstólsins.
Erlent Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira