Að minnsta kosti tuttugu og fimm biðu bana og yfir sjötíu og fimm særðust í sprengjuárásum í hverfi sjía múslima í Bagdad, í dag. Íraska innanríkisráðuneytið segir að þrjár bílsprengjur hafi sprungið samtímis, og auk þess hafi vörpusprengjum verið skotið á hverfið.
Erlent