Tvítugur Breti, Michael Shields, sem dæmdur var fyrir morðtilraun í Búlgaríu í fyrra snýr í dag til síns heima. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp en Shields var staddur í fríi í Varna í Búlgaríu í maí í fyrra og fylgdist með uppáhaldsliði sínu, Liverpool, tryggja sér Meistaradeildartitilinn í knattspyrnu.
Hann var hins vegar handtekinn skömmu síðar fyrir að hafa ráðist á barþjón og dæmdur í tíu ára fangelsi. Shields hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og hefur annar Liverpool-búi viðurkennt skriflega að hafa framið glæpinn.
Dómnum hefur engu að síður verið haldið til streitu og mun Shields afplána afgang dómsins í Bretlandi. Stuðningsmenn Liverpoll hafa stutt hann í baráttunni stóðu ásamt öðrum að fjáröflun til þess að greiða fyrir heimkomu Shields.