Vopnaðir sjía múslimar, í Írak, réðust í dag á sex súnní múslima sem voru að koma frá bænahaldi, og brenndu þá lifandi.
Þetta er talið vera hefnd fyrir mannskæða sprengjuárás, í gær, sem kostaði yfir 200 manns lífið, í hverfi sjía múslima í Bagdad.
Árásin á mennina sex var gerð rétt hjá varðstöð íraska hersins, í Bagdad. Hermennirnir aðhöfðust ekkert meðan steinolíu var hellt yfir mennina og kveikt í þeim.
Þá réðust sjía múslimar á fjórar moskur súnní múslima og nokkur íbúðarhús. Ekki er vitað hversu margir létu lífið í þeim árásum.