Tveir blaðamenn við rússneska blaðið Novaya Gazeta fengu líflátshótanir, í síðustu viku, vegna frétta sem þeir væru að vinna að. Þetta er sama blað og Anna Politkovskaya vann fyrir, en hún var myrt í síðasta mánuði.
Novaya Gazeta sérhæfir sig í rannsóknarblaðamennsku og hefur birt margar gagnrýnar greinar um stjórnvöld í Rússlandi. Anna Politkosvkaya hafði meðal annars skrifað greinar um pyntingar og önnur grimmdarverk rússneska hersins í Tsjetseníu.