Segist vilja slíðra sverðin 27. nóvember 2006 19:30 Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist reiðubúinn til viðræðna við Palestínumenn um lausn fanga og endalok hernáms heimastjórnarsvæðanna. Leiðtogar Hamas-samtakanna taka þessari útréttu sáttahönd með varúð. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs undanfarna mánuði hefur ekki gefið mikið tilefni til bjartsýni um að friður sé í nánd. Vopnahléið sem samþykkt var í gær og útspil Ehud Olmerts í dag hafa glætt vonir um að kannski sé ekki öll nótt úti. Í ræðu sinni í Beersheva kvaðst Olmert reiðubúinn til opinskárra og heiðarlegra viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar um lausn palestínskra fanga, lokun landnemabyggða og loks stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna í samræmi við svonefndan vegvísi til friðar, gegn því að palestínskir skæruliðar hætti árásum sínum og ísraelska hermanninum Gilad Shalit verði sleppt úr haldi en handtaka hans á Gazaströndinni í sumar leiddi til víðtæks hernaðar þar. Viðbrögð Hamas-samtakanna, sem hafa töglin og hagldirnar í palestínsku heimastjórninni, hafa verið blendin. Talsmaður þeirra sagði ekkert að marka tilboð Olmert þar sem engra útfærslna væri þar getið. Til merkis um að kálið væri ekki sopið þótt í ausuna væri komið var eldflaugum skotið yfir landamærin á Gaza að ísraelskum bæjum og tveir Palestínumenn féllu á Vesturbakkanum fyrir kúlum ísraleskra hermanna. Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist reiðubúinn til viðræðna við Palestínumenn um lausn fanga og endalok hernáms heimastjórnarsvæðanna. Leiðtogar Hamas-samtakanna taka þessari útréttu sáttahönd með varúð. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs undanfarna mánuði hefur ekki gefið mikið tilefni til bjartsýni um að friður sé í nánd. Vopnahléið sem samþykkt var í gær og útspil Ehud Olmerts í dag hafa glætt vonir um að kannski sé ekki öll nótt úti. Í ræðu sinni í Beersheva kvaðst Olmert reiðubúinn til opinskárra og heiðarlegra viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar um lausn palestínskra fanga, lokun landnemabyggða og loks stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna í samræmi við svonefndan vegvísi til friðar, gegn því að palestínskir skæruliðar hætti árásum sínum og ísraelska hermanninum Gilad Shalit verði sleppt úr haldi en handtaka hans á Gazaströndinni í sumar leiddi til víðtæks hernaðar þar. Viðbrögð Hamas-samtakanna, sem hafa töglin og hagldirnar í palestínsku heimastjórninni, hafa verið blendin. Talsmaður þeirra sagði ekkert að marka tilboð Olmert þar sem engra útfærslna væri þar getið. Til merkis um að kálið væri ekki sopið þótt í ausuna væri komið var eldflaugum skotið yfir landamærin á Gaza að ísraelskum bæjum og tveir Palestínumenn féllu á Vesturbakkanum fyrir kúlum ísraleskra hermanna.
Erlent Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira