Á Norðvesturlandi eru víða hálkublettir eða hálka og á Norðausturlandi er víða snjóþekja og éljagangur. Þæfingur, óveður og ekkert ferðaveður er á Kísilvegi. Varað er við flughálku milli Kópaskers og Vopnafjarðar og eins á Jökuldal. Á Austurlandi er víða snjóþekja eða hálka. Ófært er um Breiðdalsheiði og Öxi.
