Hefur sótt um embætti dómara 28. nóvember 2006 18:51 Ingimundur Einarsson, sem hafði verið valinn í starf aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jón H. Snorrason verður einn þriggja aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti á höfuðborgarsvæðinu um áramótin eins og greint var frá í fréttum á Stöðvar 2 í gær. Hann mun því brátt hætta sem yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra þar sem hann hefur staðið í eldlínunni frá upphafi. Eftir að ráðning Jóns til hins nýja embættis, var tilkynnt yfirmönnum lögreglunnar, herma heimildir að Ingimundur Einarsson sem nú er varalögreglustjóri í Reykjavík og verða á einn þriggja aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti sé ósáttur með ráðningu Jóns. En Jón mun verða yfirmaður lögfræði og ákærusviðs embættisins en það svið hefur heyrt undir Ingimund. Rétt eftir að Ingimundur frétti af ráðningu Jóns, föstudaginn í síðustu viku, sótti hann um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur en umsóknarfrestur rann út sama dag. Ingimundur staðfesti að hann hefði sótt um en vildi ekkert segja um ástæður þess þegar fréttastofa náði tali af honum. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, og fyrrum fulltrúi efnahagsbrotadeildarinnar mun taka við starfi Jóns H. Snorrasonar hjá ríkislögreglustjóra. Fleiri breytingar verða því Egill Stephensen, saksóknari og yfirmaður lögfræðideildarinnar í Reykjavík, mun hætta um áramótin og sinna sérverkefnum fyrir lagaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins til fyrsta júli. Þá fer hann í embætti saksóknara hjá ríkissaksóknara. Eins og staðan er nú eru þessir menn í æðstu stöðum í nýju embætti á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjóri er Stefán Eiríksson, aðstoðarlögreglustjórar verða Jón H. Snorrason, Hörður Jóhannesson og Ingimundur Einarsson. Yfirlögregluþjónar verða þeir Friðrik Smári Björgvinsson, Geir Jón Þórisson og Egill Bjarnason. Fréttir Innlent Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Ingimundur Einarsson, sem hafði verið valinn í starf aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jón H. Snorrason verður einn þriggja aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti á höfuðborgarsvæðinu um áramótin eins og greint var frá í fréttum á Stöðvar 2 í gær. Hann mun því brátt hætta sem yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra þar sem hann hefur staðið í eldlínunni frá upphafi. Eftir að ráðning Jóns til hins nýja embættis, var tilkynnt yfirmönnum lögreglunnar, herma heimildir að Ingimundur Einarsson sem nú er varalögreglustjóri í Reykjavík og verða á einn þriggja aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti sé ósáttur með ráðningu Jóns. En Jón mun verða yfirmaður lögfræði og ákærusviðs embættisins en það svið hefur heyrt undir Ingimund. Rétt eftir að Ingimundur frétti af ráðningu Jóns, föstudaginn í síðustu viku, sótti hann um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur en umsóknarfrestur rann út sama dag. Ingimundur staðfesti að hann hefði sótt um en vildi ekkert segja um ástæður þess þegar fréttastofa náði tali af honum. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, og fyrrum fulltrúi efnahagsbrotadeildarinnar mun taka við starfi Jóns H. Snorrasonar hjá ríkislögreglustjóra. Fleiri breytingar verða því Egill Stephensen, saksóknari og yfirmaður lögfræðideildarinnar í Reykjavík, mun hætta um áramótin og sinna sérverkefnum fyrir lagaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins til fyrsta júli. Þá fer hann í embætti saksóknara hjá ríkissaksóknara. Eins og staðan er nú eru þessir menn í æðstu stöðum í nýju embætti á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjóri er Stefán Eiríksson, aðstoðarlögreglustjórar verða Jón H. Snorrason, Hörður Jóhannesson og Ingimundur Einarsson. Yfirlögregluþjónar verða þeir Friðrik Smári Björgvinsson, Geir Jón Þórisson og Egill Bjarnason.
Fréttir Innlent Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira