Rannsókn sem skandinavískir hagfræðingar gerðu nýlega sýndi fram á að það hjálpar stjórnmálamönnum að vera myndarlegir og vegur sá þáttur hvað þyngst þegar mjótt er á munum. Hjálpar þetta konum meira ef kona og karl keppast um embættið en þetta kemur karlmönnum þó líka til góða.
Jafnframt kom fram að ungir karlmenn ættu erfitt uppdráttar í heimi stjórnmála hvort sem þeir væru á móti eldri mönnum eða konum af öllum aldri.
Hagfræðingarnir létu fólk í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi meta myndir af stjórnmálamönnum, segja hversu myndarlegir þeir/þær voru og meta síðan hversu vel fólk kynni við þá, sem og traust, hæfni og gáfnafar. Í ljós kom að fólk sem var álitið fallegt var líka álitið gáfaðra og afsannaðist því hið forkveðna að fallegt fólk væri oft álitið vitlaust.