Undirbúningur jólahátíðarinnar hefst ekki opinberlega hjá New York búum fyrr en kveikt hefur verið á ljósum jólatrésins á Rockefeller Center. Ljósin voru tendruð við hátíðlega athöfn í gærkvöldi þegar kveikt var á þrjátíu þúsund ljósum á á tuttugu og sjö metra háu jólatré.
Þúsundir manna lögðu leið sína á Rockefeller Center til að verða vitni að athöfninni en henni var sjónvarpað beint og kom fjöldi listamanna fram, meðal annars Lionel Richie, Sting og Bette Midler. Á toppi trésins er kristalsstjarna frá Swarovski, en tréð mun standa á torginu til 8. janúar.