Veruleiki barna í þriðja heiminum víða skelfilegur 30. nóvember 2006 18:45 Barn deyr úr malaríu á 30 sekúndna fresti, sjúkdómi sem einungis lyf, sem ekki er völ á fyrir fátæka í þriðja heiminum, vinna á. Þrátt fyrir tækninýjungar og stöðugt flæði upplýsinga, deyja 30 þúsund börn úr hungri dag hvern.Veruleiki barna í fjölmörgum löndum þriðja heimsins er vægast sagt skelfilegur. Hreinlæti er mjög víða ábótavant en yfir 376 milljónir barna þurfa að ganga langa vegalengd til að komast í hreint vatn daglega. Menntun er af skornum skammti en 110 milljónir barna alast upp án þess að læra að lesa, þetta er eitt af aðaláhersluatriðum Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna. Í Gíneu Bissá er ástandið afar slæmt helmingur barna hefur ekki kost á skólagöngu og læsi kvenna er einungis 24%. UNICEF á íslandi vinnur nú að því að reisa 150 skóla í landinu og Síerra Leóne sem mun taka á móti 100 þúsund börnum, en það er meiri fjöldi en í öllu íslenska skólakerfinu.Tugþúsundir barna eru seld í ánauð og vændi og fjöldi stúlkubarna í Afríku smitast af HIV veirunni á degi hverjum þegar þeim er nauðgað af sýktum mönnum sem trúa því að þá losni þeir við veiruna. Áætlað er að eitt þúsund börn deyi á degi hverjum af völdum alnæmis og enn fleiri verða munaðarlaus. Yfir 15 milljónir barna í heiminum hafa misst annað eða bæði foreldri úr sjúkdómnum. Þetta dregur úr jákvæðri þróun sem er að eiga sér stað og samfélögunum fer aftur.Vinnuþrælkun er önnur alvarleg staðreynd margra barna í þriðja heiminum, en 218 milljónir barna vinna daglega við hættulegar aðstæður, meðal annars í landbúnaði og ýmiss konar framleiðslu. Unicef á Íslandi hefur sérstaklega unnið að verkefnum í Gíneu-Bissá, einu af fátækustu ríkum í heimi, og Síerra Leóne, sem hefur hæstu tíðni ungbarnadauða í heimi, á meðan lægsta tíðni ungbarnadauða er á Íslandi. Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Barn deyr úr malaríu á 30 sekúndna fresti, sjúkdómi sem einungis lyf, sem ekki er völ á fyrir fátæka í þriðja heiminum, vinna á. Þrátt fyrir tækninýjungar og stöðugt flæði upplýsinga, deyja 30 þúsund börn úr hungri dag hvern.Veruleiki barna í fjölmörgum löndum þriðja heimsins er vægast sagt skelfilegur. Hreinlæti er mjög víða ábótavant en yfir 376 milljónir barna þurfa að ganga langa vegalengd til að komast í hreint vatn daglega. Menntun er af skornum skammti en 110 milljónir barna alast upp án þess að læra að lesa, þetta er eitt af aðaláhersluatriðum Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna. Í Gíneu Bissá er ástandið afar slæmt helmingur barna hefur ekki kost á skólagöngu og læsi kvenna er einungis 24%. UNICEF á íslandi vinnur nú að því að reisa 150 skóla í landinu og Síerra Leóne sem mun taka á móti 100 þúsund börnum, en það er meiri fjöldi en í öllu íslenska skólakerfinu.Tugþúsundir barna eru seld í ánauð og vændi og fjöldi stúlkubarna í Afríku smitast af HIV veirunni á degi hverjum þegar þeim er nauðgað af sýktum mönnum sem trúa því að þá losni þeir við veiruna. Áætlað er að eitt þúsund börn deyi á degi hverjum af völdum alnæmis og enn fleiri verða munaðarlaus. Yfir 15 milljónir barna í heiminum hafa misst annað eða bæði foreldri úr sjúkdómnum. Þetta dregur úr jákvæðri þróun sem er að eiga sér stað og samfélögunum fer aftur.Vinnuþrælkun er önnur alvarleg staðreynd margra barna í þriðja heiminum, en 218 milljónir barna vinna daglega við hættulegar aðstæður, meðal annars í landbúnaði og ýmiss konar framleiðslu. Unicef á Íslandi hefur sérstaklega unnið að verkefnum í Gíneu-Bissá, einu af fátækustu ríkum í heimi, og Síerra Leóne, sem hefur hæstu tíðni ungbarnadauða í heimi, á meðan lægsta tíðni ungbarnadauða er á Íslandi.
Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira